góðan daginn !

ég kann greinilega ekki að blogga, en reyni nú að segja svona aðeins frá því sem hefur verið að gerast.

Ég er hætt að vinna núna, á samt alveg rúmar 6 vikur eftir (ef ekki 8)! Veit ekki alveg hvað ég á af mér að gera. Ætli ég verði ekki bara að fara að læra að prjóna eða e-ð. 

Ég var svo óheppin að fá lungnabólgu og hósta svo mikið að ég braut í mér rifbeinin, það er ástæðan fyrir að ég má ekki vinna meir fram að fæðingu. Þetta verður að fá að gróa almennilega...

Er ekki alveg að fatta að ég sé að verða mamma bráðum, að við förum tvö uppá fæðingadeild og komum þrjú heim Smile En þetta er bara spennandi, reyni bara að hugsa ekki um sjálfa fæðinguna. Er svona pínu kvíðin. En fyrst vinkonur mínar hafa flestar gegnið í gegnum 2 ef ekki 3 fæðingar þá hlýt ég að geta þetta! 

En rosalega er gaman að kaupa barnaföt OMG, get alveg misst mig hérna. Svo sjúklega sæt þessi pínu litlu föt. Reyni samt að hemja mig aðeins en..... það er erfitt LoL Hef samt ekkert keypt í HM, finnst ekkert flott barnaföt þar núna. Erum líka búin að kaupa barnavagn en reyndar ekki búin að fá hann, pöntunartíminn er 12 vikur takk fyrir. Svo var svo svakalega góð útsala hérna milli jóla og nýárs í einni svona Baby búð og allt á 50 % afsl, þar fundum við eitt og annað sem okkur bráðvantaði fannst mér Smile

Annars erum við bara í góðum gír, held að ég sé með einn sem á aldrei eftir að sofa. Allavega er hann á stanslausri hreyfingu en sparkar ekki svo mikið en svona hnoðast einhvernveginn. 

Jæja læt þetta duga í bili, núna ætti ég sko að hafa tíma í að skrifa e-ð hérna inn. 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Vei vei vei loksins blogg :)

Gangi þér allt í haginn með lokasprettinn elsku Anna mín og auðvitað áttu eftir að massa fæðinguna! Þetta er pís of keik - allavega eftir á :)

Haltu nú áfram að flytja fréttir!

Knús, Þórunn

Þórunn (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 15:23

2 identicon

Dugleg bara búin að blogga:):):):):):)

Æ já finnst þér ekki gaman að versla á svona lítið kríli??

Þegar að ég er ófrísk þá er ég illa haldin af kaupæði, ekki það að ég sé það ekki alltaf en ég versna alveg um helming þegar að ég er ólétt:):):)

Það er alveg stórmerkilegt hvað maður getur fundið af allskonar "dóti" sem að manni finnst svo bráðnauðsynlegt að það hálfa væri hellingur!!!

Ég verð daglegur gestur núna hahahahaha:)

knús á bumbuna já og auðvitað þig líka:)

Ásta Björk (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband