Celine Dion

Ég var að labba heim úr vinnunni á föstudaginn og ætlaði að koma við í Globen, þar er bæði tónleikahöll og verslunarhús. Ég var semsagt á leiðinni i H&M en sá stórt auglýsingaskilti þar sem var verið að auglýsa tónleika með Celine Dion.

Celine-Dion

Það fyrsta sem ég hgsaði: Ég verð að hringja í Hildi! og svona var okkar samtal:

Ég: Hæ

Hildur:Hæ

Ég: Heyrðu, veistu hver er ða spila hérna í sumar?

Hildur: Nei, hver er það núna?

Ég: Celine Dion

Hildur: Viltu panta núna! Skiptir ekki máli hvða það kostar ég er að koma!

Ég: Ok þeir eru í júní allavega

Hildur: Já við ætlum að vera alveg ofan í kellingunni skilurðu, bestu sætin takk!

Ég: Haha ok ekki málið

Hildur: Já við erum sko að fara á Celine Dion í júní!

Þá heyrist í Ísabellu dóttir hennar: Ég vil líka fara á 17 júní!

haha smá miskilningur...

En ég átti einmitt svipað samtal við Hildi fyrir rúmu ári þegar ég sá að George Michael var ap spila hérna. Enda kom hún á tónleikana og meira en það, kom Kristínu systur sinni á óvart og bauð henni með. Það voru geðveikir tónleikar!

En miðasalan byrjar á morgun kl 9 og þá er bara að vona að maður nái miða!

Þegar ég keypti miða á Robbie Williams þá seldust miðarnir upp á klukkutíma og þá voru 50 þús miðar í boði en núna er bara um 15 þús miðar...

Skrifa meira þegar miðarnir eru komnir í höfn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum líka að fara á Celine..liggaliggalái... vá hvað ég hlakka til að fara með þér elsku Anna mín.... Það verður geggjað gaman....

Hildur (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 09:53

2 identicon

ooooooohhhhhhhhhhh ég öfunda ykkur ekkert smá....!!!!!!!!

Ásta Björk (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband