ÍSLENSKT NAMMI! JÁ TAKK

Það er svo skrítið að þegar maður býr á Íslandinu góða þá er maður ekkert að spá í svona smáhlutum eins og að íslenskt nammi sé það besta í heimi... Eða ég var allavega ekki að því.

Núna þá panta ég Nóakropp og Rís súkkulaði með öllum sem koma hingað og yfirleitt fæ ég þá vænan skammt LoL En því ég er búin að koma Pelle uppá þetta líka þá klárast þetta á núll einni. Sænskt nammi er ekki gott þó svo að þeir halda ekki vatni yfir sínu Marabou súkkulaði, sem mér finnst ekkert spes en læt mig hafa það ef ég er í brjálaðri súkkulaði þörf. Lakkrísinn er þó enn verri og sem betur fer þá fæ ég að eiga minn apollo lakkrís í friði þegar hann kemur í hús því Pelle borðar varla lakkrís Grin

Það er eitthvað við það að búa ekki heima þá finnst manni allt íslenskt svo gott... Til dæmis lambakjötið og fiskurinn. Á einmitt lambakjöt í frystirnum sem ég er að spá í að hafa um helgina mmmmm. Fiskurinn er annað, hérna borða ég varla fisk því það er bara varla til neitt í venjulegum matvörubúðum. Og ef maður vill fá einhvern almennilega ferskan fisk þá er hann mjög mjög dýr.

En svo er náttúrulega margt annað hérna sem er frábært, ekki misskilja mig. Ég held að ég sé bara í svona sakn stuði þessa dagana.

knús knús 


mbl.is Íslenskt nammi vinsælt vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Anna Linda

Var að lesa Moggann og datt inn á bloggsíðuna þína. Ég bý sjálf í Lidingö og finnst íslenska nammið líka best! Þekki nánast enga Íslendinga hérna en flutti utan í maí í fyrra. Fór reyndar á íslenskt leikrit á föstudagskvöldinu Mr. Skallagrímsson. Það var frábært!

Kær kveðja Svava

Svava Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 18:34

2 identicon

oooohhhhh ég ELSKA íslenskt nammi.................

Jæja annars þá var ég ánægð að heyra að þetta með bústaðinn gekk upp

Ásta Björk (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 15:55

3 identicon

Ííííísssleeeeennsskt nammi já takk! Ég er einmitt byrjuð að skrifa niður hvað jólagestirnir mínir mega færa mér. Á þeim lista er appollo lakkrísinn að sjálfsögðu, rís, súkklaðirúsínur, malt og appelsín, kókópöffs, hangikjöt, harðfiskur og reyndar alveg fullt í viðbót. Það fer að verða kvöð að koma í heimsókn til mín :)

Þórunn (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband