Færsluflokkur: Bloggar

góðan daginn !

ég kann greinilega ekki að blogga, en reyni nú að segja svona aðeins frá því sem hefur verið að gerast.

Ég er hætt að vinna núna, á samt alveg rúmar 6 vikur eftir (ef ekki 8)! Veit ekki alveg hvað ég á af mér að gera. Ætli ég verði ekki bara að fara að læra að prjóna eða e-ð. 

Ég var svo óheppin að fá lungnabólgu og hósta svo mikið að ég braut í mér rifbeinin, það er ástæðan fyrir að ég má ekki vinna meir fram að fæðingu. Þetta verður að fá að gróa almennilega...

Er ekki alveg að fatta að ég sé að verða mamma bráðum, að við förum tvö uppá fæðingadeild og komum þrjú heim Smile En þetta er bara spennandi, reyni bara að hugsa ekki um sjálfa fæðinguna. Er svona pínu kvíðin. En fyrst vinkonur mínar hafa flestar gegnið í gegnum 2 ef ekki 3 fæðingar þá hlýt ég að geta þetta! 

En rosalega er gaman að kaupa barnaföt OMG, get alveg misst mig hérna. Svo sjúklega sæt þessi pínu litlu föt. Reyni samt að hemja mig aðeins en..... það er erfitt LoL Hef samt ekkert keypt í HM, finnst ekkert flott barnaföt þar núna. Erum líka búin að kaupa barnavagn en reyndar ekki búin að fá hann, pöntunartíminn er 12 vikur takk fyrir. Svo var svo svakalega góð útsala hérna milli jóla og nýárs í einni svona Baby búð og allt á 50 % afsl, þar fundum við eitt og annað sem okkur bráðvantaði fannst mér Smile

Annars erum við bara í góðum gír, held að ég sé með einn sem á aldrei eftir að sofa. Allavega er hann á stanslausri hreyfingu en sparkar ekki svo mikið en svona hnoðast einhvernveginn. 

Jæja læt þetta duga í bili, núna ætti ég sko að hafa tíma í að skrifa e-ð hérna inn. 

 


Jæja nú ætla ég að fara að blogga aðeins...

Já ætli ég verði ekki að fara að skrifa e-ð um þessa óléttu mína :)

Allt í einu er ég bara komin 6 mánuði á leið, alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt! 

Finnst ekki langt síðan við vorum nýkomin til Barcelona og ég prófaði að pissa á prikið.... Næstu 4 vikurnar í þessum sjúklega hita og skítalykt voru ekkert spes get ég sagt en ég lifði það auðvitað af :)

Ég hef það bara ágætt núna, er reyndar farin að finna fyrir þessaði þyngd, bakið og grindin er ekki alveg að gera sig þessa dagana. Sef með fullt af púðum milli lappana og svona hahaha LoL

En annars er lífið bara fínt, erum mjög spennt fyrir litla boxaranum þarna inni. Erum búin að fá fullt af "barna" dóti frá systur hans Pelle og vinkonu minni. Mjög hentugt Smile. Við keyprum svo barnavagn um daginn eða pöntuðum hann réttara sagt, fyrir valinu varð Emmaljunga City Cross. Mjög flottur finnst mér, hef líka heyrt og lesið að hann sé mjög góður.

skrifa meira næst

koss og knús

 

 

 


Stelpupartý

Er að fara að hitta nokkrar íslenskar stelpur sem búa hérna í Stokkhólmi, það verður örugglega bara gaman Grin Tvær af þeim voru meira að segja í Kársnesi, gamla skólanum mínum.

Annars er ekkert að frétta þannig séð, fer að styttast í jólin og svona. Ég hlakka ótrúlega mikið til að hitta alla, vona bara að maður komist yfir allt á þessum tíma... Fengum æðislegan bústað í Grímsnesi, þetta er nú sýnist mér á myndunum frekar einbýlishús en bústaður. Það verður örugglega gaman.

 

 


Jæja miðarnir eru í höfn!

Við náðum að fá miða á Celine Dion!

Þeir kláruðust á innan við klukkutíma, ótrúlegt. Við fengum reyndar ekki þá dýrustu en fengum samt miða, það er aðal atriðið. 

Hildur og Birgir eru semsagt að koma hingað í sumar :) það verður bara gaman.

 


Celine Dion

Ég var að labba heim úr vinnunni á föstudaginn og ætlaði að koma við í Globen, þar er bæði tónleikahöll og verslunarhús. Ég var semsagt á leiðinni i H&M en sá stórt auglýsingaskilti þar sem var verið að auglýsa tónleika með Celine Dion.

Celine-Dion

Það fyrsta sem ég hgsaði: Ég verð að hringja í Hildi! og svona var okkar samtal:

Ég: Hæ

Hildur:Hæ

Ég: Heyrðu, veistu hver er ða spila hérna í sumar?

Hildur: Nei, hver er það núna?

Ég: Celine Dion

Hildur: Viltu panta núna! Skiptir ekki máli hvða það kostar ég er að koma!

Ég: Ok þeir eru í júní allavega

Hildur: Já við ætlum að vera alveg ofan í kellingunni skilurðu, bestu sætin takk!

Ég: Haha ok ekki málið

Hildur: Já við erum sko að fara á Celine Dion í júní!

Þá heyrist í Ísabellu dóttir hennar: Ég vil líka fara á 17 júní!

haha smá miskilningur...

En ég átti einmitt svipað samtal við Hildi fyrir rúmu ári þegar ég sá að George Michael var ap spila hérna. Enda kom hún á tónleikana og meira en það, kom Kristínu systur sinni á óvart og bauð henni með. Það voru geðveikir tónleikar!

En miðasalan byrjar á morgun kl 9 og þá er bara að vona að maður nái miða!

Þegar ég keypti miða á Robbie Williams þá seldust miðarnir upp á klukkutíma og þá voru 50 þús miðar í boði en núna er bara um 15 þús miðar...

Skrifa meira þegar miðarnir eru komnir í höfn


ÍSLENSKT NAMMI! JÁ TAKK

Það er svo skrítið að þegar maður býr á Íslandinu góða þá er maður ekkert að spá í svona smáhlutum eins og að íslenskt nammi sé það besta í heimi... Eða ég var allavega ekki að því.

Núna þá panta ég Nóakropp og Rís súkkulaði með öllum sem koma hingað og yfirleitt fæ ég þá vænan skammt LoL En því ég er búin að koma Pelle uppá þetta líka þá klárast þetta á núll einni. Sænskt nammi er ekki gott þó svo að þeir halda ekki vatni yfir sínu Marabou súkkulaði, sem mér finnst ekkert spes en læt mig hafa það ef ég er í brjálaðri súkkulaði þörf. Lakkrísinn er þó enn verri og sem betur fer þá fæ ég að eiga minn apollo lakkrís í friði þegar hann kemur í hús því Pelle borðar varla lakkrís Grin

Það er eitthvað við það að búa ekki heima þá finnst manni allt íslenskt svo gott... Til dæmis lambakjötið og fiskurinn. Á einmitt lambakjöt í frystirnum sem ég er að spá í að hafa um helgina mmmmm. Fiskurinn er annað, hérna borða ég varla fisk því það er bara varla til neitt í venjulegum matvörubúðum. Og ef maður vill fá einhvern almennilega ferskan fisk þá er hann mjög mjög dýr.

En svo er náttúrulega margt annað hérna sem er frábært, ekki misskilja mig. Ég held að ég sé bara í svona sakn stuði þessa dagana.

knús knús 


mbl.is Íslenskt nammi vinsælt vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

letihelgi

Já þessi helgi var ein stór letihelgi. Fór reyndar í smá partý með nokkrum vinnufélögum á föstudagskvöld en ég var komin snemma heim, fannst Bacardi Razz drykkurinn minn of góður Wink Skamm Guðrún fyrir að kynna mig fyrir þessum snilldardrykk! 

En allavega þá hef ég eytt helginni bara hérna heima í sófanum mínum og gert ekki neitt. Elska svona helgar stundum, hefði kannski átt að taka aðeins til en það má bíða betri tíma...

Ég er að byrja að undirbúa ferðina heim um jólin, ætla að reyna að fá bústað til að vera í milli jóla og nýárs. Svo Pelle fái nú að sjá eitthvað annað en Reykjavík...  Einhverjar hugmyndir??


Ísland um jólin

Já ég fékk það í gegn að vera á Íslandi bæði um jól og áramót LoL ekkert frek er það nokkuð?

Ég hlakka ótrúlega mikið til að koma heim, alltof langt síðan síðast. Ég fann það sérstaklega eftir að stelpurnar komu hingað hvað ég sakna vina minni ótrúlega mikið. Þannig að það verður mikið fjör að hitta þær allar aftur.

Ég hlakka líka til að hitta bræður mína, mömmu og pabba og síðast en ekki síst litlu frændur mína. Hef ekki séð þá síðan í febrúar, þegar ég kom heim í stutt stopp. Þá var Arnaldur bara 4 mánaða og nú er hann að verða 1 árs eftir nokkra daga! Það er meira seigja orðið þannig að Matthías neitar að ég sé frænka sín, ef það fær mann ekki til að fá samviskubit þá veit ég ekki hvað! En ég er loksins búin að fá mér vefmyndavél þannig að núna spjalla ég við hann við hvert tækifæri í gegnum tölvuna Wink svo hann gleymi mér nú örugglega ekki. 

 


Stelpuhittingur

verð eiginlega að byrja þessa blogg síðu á að segja frá einni snilldarhelgi!

Guðrún, Ragna, Bella, Björg, Þórunn og Guðný komu hingað í lok sept, þessi helgi var sjúkleg í einu orði sagt!

Ég held að við höfum slegið í gegn hvert sem við fórum, enda með sérlega fallegur hópur saman kominn. Ég meina með eina fallega söngkonu, eina fegurðardrottningu í öðru sæti þá fáum við alltaf athygli hahaha. Þær komu allar á fimmtudegi og það byrjaði svo vel að við settum töskurnar þeirra í geymslu á lestarstöðinni og þegar við ætluðum að ná í þær þá var allt lokað! Við gerðum náttúrulega bara það eina rétta í stöðunni, við djömmuðum þar til stöðin opnaði aftur!

Og djömmuðum svo öll hin kvöldin, á hinum ýmsu stöðum borgarinnar. Held samt að við hefðum mátt sleppa bátnum (skemmtistaður sem er bátur) hann sló allavega ekki alveg í gegn í hópnum LoL Enduðum svo þessa  helgi á að syngja íslenska slagara með 4 íslenskum strákum, reyndar ekki hvaða íslendingar sem er heldur eyjamenn með meiru! 

Takk stelpur fyrir þessa frábæru helgi.  

 


moggablogg heimur...

jæja er komin í moggablogg heiminn....

skrifa meira seinna 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband